Við­snúningur hefur orðið á gengi krónunnar eftir að Seðla­banki Ís­lands á­kvað að grípa inn í á gjald­eyris­markaði síðast­liðinn mánu­dag, 13. nóvember.

Frá þeim tíma hefur krónan styrkt sig um 1,04% gagn­vart evrunni og 3,3% gagn­vart Banda­ríkja­dal. Hefur Banda­ríkja­dalur farið úr 144 krónum í 139 krónur og evran úr 154 krónum í 152 krónur.

Við­snúningur hefur orðið á gengi krónunnar eftir að Seðla­banki Ís­lands á­kvað að grípa inn í á gjald­eyris­markaði síðast­liðinn mánu­dag, 13. nóvember.

Frá þeim tíma hefur krónan styrkt sig um 1,04% gagn­vart evrunni og 3,3% gagn­vart Banda­ríkja­dal. Hefur Banda­ríkja­dalur farið úr 144 krónum í 139 krónur og evran úr 154 krónum í 152 krónur.

Vikuna áður hafði krónan verið á stöðugri niður­leið og veikst um 2,3% gagn­vart evru og 2% gagn­vart Banda­ríkja­dal. Seðla­bankinn er sagður hafa gripið sex sinnum inn í síðasta mánu­dag og selt fyrir 18 milljónir evra í heildina.

Helgina áður hafði verið greint frá því að er­lendir ferða­menn hefðu verið að af­lýsa ferðum til Íslands vegna fregna um yfirvofandi eld­gos.

Tóku hluta­bréf í flug­fé­lögunum Play og Icelandair einnig væna dýfu en gengi fé­laganna tveggja tók við sér á ný eftir að dvínandi líkur á ösku­gosi sem myndi stöðva flug­sam­göngur.

Síðast keypti Seðla­bankinn krónur þann 9. janúar síðast­liðinn og þá fyrir um 2,8 milljarða króna. Þá hafði krónan verið að gefa tölu­vert eftir dagana á undan.

Seðla­bankinn hefur gefið það út að hann grípi inn í á markaði telji hann sveiflur í verð­þróun vera ó­eðli­lega miklar hvort sem það felst í of hraðri styrkingu eða of hraðri veikingu.

Krónan náði sínu sterkasta gildi gagn­vart evru í lok ágúst en 29. þess mánaðar var evran að seljast á 141,9 krónur.

Staða krónunnar gagnvart dal og evru í dag. Heimild: Landsbankinn