Í dag styrkist krónan fjórða daginn í röð gagnvart evru. Styrkingin þessa fjóra daga nemur 1,7% og endaði evran í dag í 151,1 krónum.
Styrkingin í dag nam 0,3%, úr 151,5 krónum. Krónan hefur ekki verið sterkari en í dag gagnvart evru allt þetta ár.
Styrkinguna má rekja til stýrivaxtahækkunar Seðlabankans í gær. Þegar líða tók nær ákvörðuninni voru nær allir markaðsaðilar sammála um að stýrivaxtahækkun yrði raunin.
Samkvæmt könnun Viðskiptablaðsins meðal markaðsaðila í byrjun mánaðarins töldu 87% svarenda von á 0,25% eða 0,5% hækkun.