Íslenska krónan styrktist í dag í kjölfar frétta frá ríkissáttarsemjara, að miðlunartilllaga hafi verið lögð fram sem bæði Samtök atvinnulífsins og Efling eru sátt við og verkföllum er lokið. Að minnsta kosti fram að kosningu um tillögu sáttasemjara.
Núna kostar evran 151,7 krónur en var 152,3 við lokun markaða í gær. Nemur styrkingin 0,4%. Hins vegar hefur krónan styrkst um næstu 1,6% síðustu vikuna gagvart evrunni.
Styrkingin er meiri gagnvart Bandaríkjadal. Miðgengi dalsins er nú 142,05 og hefur krónan styrkst um 1,09% gagnvart dalnum.