Íslenska krónan styrktist mjög í dag á móti evru eftir mikla veikingu undanfarnar vikur. Krónan styrktist um 1% og endaði miðgengi Seðlabankans í 154,9.
Krónan var veikast á þessu og síðasta ári í fyrradag. Það var miðgengið 157,1.
Vísbendingar eru um að lífeyrissjóðir hafi dregið úr kaupum á erlendum gjaldeyri, stöðutaka með krónunni hafi aukist á ný og almenningur eyði minna í innfluttar vörur eftir mikið útgjaldatímabil í aðdraganda jóla.