Íslenska krónan styrktist verulega í dag gagnvart öllum helstu viðskiptamyntum.

Samkvæmt upplýsingum Viðskiptablaðsins þá er ástæða styrkingarinnar innflæði gjaldeyris frá erlendum aðilum.

Styrkingin gagnvart evrunni nam 0,8%. Í upphafi dags var kostaði evran 150,1 krónu en endaði daginn í 148,9 samkvæmt vef Landsbankans.

Krónan hefur ekki verið sterkari gagnvart evrunni síðan í byrjun desember, eða tæpa fjóra mánuði.

Krónan styrktist um 1,07% í dag gagnvart Bandaríkjadal og endaði miðgengið í 137,99 samkvæmt vef Landsbankans. Pundið kostaði 169,6 krónur í lok dags.