Ís­lenska krónan hefur veikst tölu­vert gagn­vart dal og evru á síðustu dögum en jarð­hræringar á Reykja­nes­skaga hafa ollið mikilli ó­vissu í kringum flug­sam­göngur og ferða­þjónustu landsins.

Um helgina var greint frá því að er­lendir ferða­menn hafa verið að af­lýsa ferðum til Ís­lands vegna fregna um yfir­vofandi eld­gos.

Krónan hefur veikst um 1,73% gagn­vart evru síðast­liðna viku. Á sama tíma­bili hefur krónan veikst um 2,1% gagn­vart Banda­ríkja­dal.

Stendur Banda­ríkja­dalur í 143 krónum og evran í 153 krónum þegar þetta er skrifað.

Krónan hefur einnig veikst um 1,12% gagn­vart pundinu í dag og stendur pundið í 175 krónum.

Töluverður skjálfti er einnig í Kauphöllinni vegna óvissuástandsins á Reykjanesskaga og tóku hluta­bréf í Icelandair og Play væna dýfu við opnun markaða.

Krónan hefur veikst töluvert gagnvart evru og dal sl. 3 mánuði. Heimild: Landsbankinn.