Íslenska krónan hefur veikst töluvert gagnvart dal og evru á síðustu dögum en jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa ollið mikilli óvissu í kringum flugsamgöngur og ferðaþjónustu landsins.
Um helgina var greint frá því að erlendir ferðamenn hafa verið að aflýsa ferðum til Íslands vegna fregna um yfirvofandi eldgos.
Krónan hefur veikst um 1,73% gagnvart evru síðastliðna viku. Á sama tímabili hefur krónan veikst um 2,1% gagnvart Bandaríkjadal.
Íslenska krónan hefur veikst töluvert gagnvart dal og evru á síðustu dögum en jarðhræringar á Reykjanesskaga hafa ollið mikilli óvissu í kringum flugsamgöngur og ferðaþjónustu landsins.
Um helgina var greint frá því að erlendir ferðamenn hafa verið að aflýsa ferðum til Íslands vegna fregna um yfirvofandi eldgos.
Krónan hefur veikst um 1,73% gagnvart evru síðastliðna viku. Á sama tímabili hefur krónan veikst um 2,1% gagnvart Bandaríkjadal.
Stendur Bandaríkjadalur í 143 krónum og evran í 153 krónum þegar þetta er skrifað.
Krónan hefur einnig veikst um 1,12% gagnvart pundinu í dag og stendur pundið í 175 krónum.
Töluverður skjálfti er einnig í Kauphöllinni vegna óvissuástandsins á Reykjanesskaga og tóku hlutabréf í Icelandair og Play væna dýfu við opnun markaða.