Gengisvísitala íslensku krónunnar lækkaði um 0,73% í apríl samkvæmt tölum frá Seðlabanka Íslands. Vísitalan byggir á opinberu gengi Seðlabanka Íslands, sem er skráð einu sinni á dag. Gengi krónu gagnvart bandaríkjadal veiktist um 1,14% en 0,13% gagnvart Evru. Athygli vekur að krónan styrktist mest gagnvart pólsku sloti, eða um 1,94%, en fjöldi fólks af pólskum uppruna er búsett á Íslandi
Gengi krónunnar hefur áhrif á innkaupsverð innfluttra vara og þar með á vöruverð, a.m.k. til lengri tíma litið. Þótt veikingin hafi til þess að gera verið fremur lítil er þó ljóst að hún hjálpar ekki til í baráttunni gegn verðbólgu.