Kald­vík hefur lækkað magnið af eldis­laxi sem félagið áætlar að verði fram­leiddur á árinu úr 25 þúsund tonnum í 21.500 tonn, sem sam­svarar um 14% sam­drætti.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu frá félaginu hefur mikill kuldi haft veru­leg áhrif á heislufar fiska í kvíum félagsins og drápust meðal annars 721 þúsund seiði sem áttu að fara í áfra­meldi í Fáskrúðs­firði.

Þrátt fyrir að félagið búist við sam­drætti verður fram­leiðsla ársins í ár mun meiri en í fyrra þegar félagið fram­leiddi um 14.995 tonn af laxi.

Sam­kvæmt kaup­hallar­til­kynningu Kald­víkur var lægra hita­stig á síðasta árs­fjórðungi 2024 en gert var ráð fyrir sem leiddi til dauða á seyðum úr 2023 ár­gangi vegna vetra­rasára.

Þá hamlaði kuldinn vexti laxanna.

Kald­vík segir að 2023-ár­gangurinn hafi verið síðasti ár­gangurinn sem var ekki bæði bólu­settur með sér­stöku bólu­efni gegn kuldasárum, sem þróað var fyrir Kald­vík, og bólu­efni gegn ISA-veiru sem herjaði á eldi á Aust­fjörðum fyrir nokkrum árum.