Kaldvík hefur lækkað magnið af eldislaxi sem félagið áætlar að verði framleiddur á árinu úr 25 þúsund tonnum í 21.500 tonn, sem samsvarar um 14% samdrætti.
Samkvæmt kauphallartilkynningu frá félaginu hefur mikill kuldi haft veruleg áhrif á heislufar fiska í kvíum félagsins og drápust meðal annars 721 þúsund seiði sem áttu að fara í áframeldi í Fáskrúðsfirði.
Þrátt fyrir að félagið búist við samdrætti verður framleiðsla ársins í ár mun meiri en í fyrra þegar félagið framleiddi um 14.995 tonn af laxi.
Samkvæmt kauphallartilkynningu Kaldvíkur var lægra hitastig á síðasta ársfjórðungi 2024 en gert var ráð fyrir sem leiddi til dauða á seyðum úr 2023 árgangi vegna vetrarasára.
Þá hamlaði kuldinn vexti laxanna.
Kaldvík segir að 2023-árgangurinn hafi verið síðasti árgangurinn sem var ekki bæði bólusettur með sérstöku bóluefni gegn kuldasárum, sem þróað var fyrir Kaldvík, og bóluefni gegn ISA-veiru sem herjaði á eldi á Austfjörðum fyrir nokkrum árum.