Kvika banki hf. hefur minnkað hlut sinn í ís­lenska námu­vinnslu­fyrir­tækinu Amaroq Minerals og fer nú niður fyrir lög­bundin til­kynningar­mörk.

Bankinn á nú 2,92% hlut í félaginu, sam­kvæmt opin­berri til­kynningu til Kaup­hallarinnar í dag.

Í til­kynningu sem birt kemur fram að Kvika hafi átt 3,88% hlut áður en eftir nýjustu breytingar nemur hlut­deildin nú 2,92% sem sam­svarar 11.723.764 hlutum með at­kvæðis­rétt í Amaroq.

Með þessu fer bankinn niður fyrir 3% mörkin sem skylda er að til­kynna sam­kvæmt reglum Nas­daq og AIM-kaup­hallarinnar.

Kvika Asset Mana­gement, sem er í eigu Kviku, heldur áfram að eiga stærstan hluta eða 2,25% (9.031.909 hluti) en móðurfélagið sjálft á nú 0,67% (2.691.855 hluti).

Amaroq heldur áfram að nýta kaupréttaáætlun

Sam­hliða þessu til­kynnti Amaroq um stöðu kaupréttaáætlunar sinnar, þar sem fyrir­tækið hefur gefið út 96.506 ný hluta­bréf frá 24. október 2024 til 23. apríl 2025.

Þetta er hluti af fyrir fram samþykktum heimildum til út­gáfu hluta til starfs­manna í tengslum við kaupa­kerfi fyrir­tækisins.

Á heildina litið eru nú 9,16 milljónir hluta enn eftir undir áætluninni sem ekki hafa verið út­hlutaðir.