Hluta­bréfa­verð Kviku hækkaði um 2% í milljarða króna við­skiptum í Kaup­höllinni í dag og var dagsloka­gengi bankans 20,8 krónur.

Gengi Kviku hefur verið sveiflu­kennt á síðustu vikum en eftir hækkun dagsins hefur hluta­bréfa­verð bankans hækkað um 3,5% sl. mánuð.

Hluta­bréfa­verð Heima hækkaði um rúmt 1% í 337 milljón króna við­skiptum en gengi fast­eignafélagsins tók við sér í vikunni eftir tölu­verða lækkun í byrjun árs. Eftir hækkanir vikunnar hefur gengi Heima lækkað um 7% á árinu.

Hluta­bréfa­verð Öl­gerðarinnar leiddi lækkanir á aðal­markaði en félagið birti árs­hluta­upp­gjör eftir lokun markaða í gær sem sýndi fram á 22% hagnaðar­sam­drátt milli ára.

Gengi Ís­lands­banka lækkaði um 2% í um 222 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengi bankana 119 krónur.

Tölu­verð velta var á markaði en um fjögur félög voru með meira en milljarðs króna veltu. Heildar­velta með bréf Ocu­lis var 1,7 milljarðar, Arion banka 1,7 milljarðar, Hagar 1,4 milljarðar og Kvika 1 milljarður.

Þá var yfir 900 milljón króna velta með bréf Kviku og Festi. Þessi mikla velta gæti verið vegna þess að sjóðir séu að endur­vigta sig í samræmi við breytingar á vísitölunni um áramót.

Úr­vals­vísi­talan OMXI15 lækkaði um 0,25% og var heildar­velta á markaði 10,6 milljarðar.