Hæstiréttur Bangladess samþykkti í gær að fella niður kvótakerfið fyrir opinber störf eftir nokkurra daga mótmæli sem hafa orðið minnst 147 manns að bana.

Seint í gær gáfu mótmælendur stjórnvöldum í Bangladess tvo sólarhringa til að mæta kröfum þeirra og vildu þar að auki afsökunarbeiðni frá forsætisráðherra landsins, Sheikh Hasina, vegna ofbeldisins og nettruflana.

„Eðlilegt ástand mun koma aftur innan eins eða tveggja daga,“ segir Asaduzzaman Khan, innanríkisráðherra Bangladess. Flestir virtust þá hlýða útgöngubanninu í stórborgum landsins þar sem átökin hafa geisað yfir.

Mótmælin hafa snúist um að aðgengi fólks að opinberum störfum sem eru mjög eftirsótt í landinu. Ráðningarferli fyrir slík störf virkar þannig að ættingjar þeirra sem börðust fyrir sjálfstæði landsins frá Pakistan árið 1971 fá forgang umfram aðra umsækjendur.

Nemendur halda því fram að kerfið beiti mismunun og vilja þeir að ráðningarferlið snúist um hæfni frekar en frændhygli.