Boðað hefur verið til blaðamannafundar í Safnahúsinu kl. 18 í dag þar sem aðgerðir stjórnvalda og sveitarfélaga í tengslum við kjarasamninga verða kynntar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.

Á fundinum verða Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármálaráðherra, og Heiða Björk Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Þá hefur ríkissáttasemjari hefur boðað undirritun kjarasamninga milli verkalýðsfélaga ASÍ og Samtaka atvinnulífsins klukkan 17 í dag. Fulltrúar verkalýðsfélaganna funduðu með forsætisráðherra fyrir hádegi.