Nokkur ládeyða ríkti á nýloknum viðskiptadegi í kauphöll Nasdaq á Íslandi en heildarvelta viðskipta á Aðalmarkaði nam einungis 1,1 milljarði króna. Mest var veltan með hlutabréf Marels, 318 milljónir. Gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 0,8% í viðskiptum dagsins.

Gengi hlutabréfa Alvotech lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,48% í 102 milljóna króna veltu. Gengi fimm félaga hækkaði smávægilega, öll um innan við 1%, gengi tólf félaga lækkaði og loks stóð gengi tíu félaga í stað.

Nokkur ládeyða ríkti á nýloknum viðskiptadegi í kauphöll Nasdaq á Íslandi en heildarvelta viðskipta á Aðalmarkaði nam einungis 1,1 milljarði króna. Mest var veltan með hlutabréf Marels, 318 milljónir. Gengi hlutabréfa félagsins lækkaði um 0,8% í viðskiptum dagsins.

Gengi hlutabréfa Alvotech lækkaði mest í viðskiptum dagsins, eða um 2,48% í 102 milljóna króna veltu. Gengi fimm félaga hækkaði smávægilega, öll um innan við 1%, gengi tólf félaga lækkaði og loks stóð gengi tíu félaga í stað.

Úrvalsvísitalan OMXI15 lækkaði um 0,49% og stendur í kjölfarið í 2.268,65 stigum.

Á First North markaðnum lækkaði gengi flugfélagsins Play um 1,55% og stendur í kjölfarið í 1,9 krónum á hlut. Uppgjör annars ársfjórðungs flugfélagsins verður kynnt fyrir fjárfestum á fundi sem hefst eftir skamma stund, kl. 16:15.