Fjármálaráðherra hefur lagt fram frumvarp sem felur m.a. í sér að leggja eigi sérstakt gjald á nikótínvörur, einnota rafrettur og áfyllingarvökva í rafrettur.
Samkvæmt frumvarpinu stendur til að leggja á 30 króna gjald á hvert gramm af heildarþyngd nikótínvara. Í greinargerð frumvarpsins segir til að setja áætlaða gjaldtöku samhengi þá myndi 20 króna gjald á staðlaða dós af nikótínpúðum, sem vegur um 15 grömm, hækka verð um 300 krónur.
Viðskiptablaðið fjallaði í síðustu viku um drög að frumvarpinu, sem kynnt var í Samráðsgatt. Þá var gert ráð fyrir að gjaldið yrði 30 krónur á hvert gramm. Fjármálaráðherra hefur því ákveðið að lækka gjaldið um þriðjung.
Ráðherra hefur einnig lækkað áformað gjald á hvern millílítra af vökva í einnota rafrettum og vökva til áfyllingar á rafrettum úr 60 krónum í 40 krónur.
Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að tólf umsagnir bárust vegna hins sérstaka gjalds á nikótínvörur. Þar hafi helst komið fram að með áformaðri gjaldtöku yrði Ísland efst á lista yfir skattlagningu á nikótínvörur.
„Þá yrði neytendum mögulega beint út á svarta markaðinn sem myndi grafa undan tekjuöflun ríkissjóðs ásamt því að gera stjórnvöldum erfiðara um vik að beita stjórntækjum sínum til neyslustýringar. Þá gæti gjaldtakan haft í för með sér að ungt fólk myndi snúa sér að skaðlegri vörum, svo sem neftóbaki og sígarettum, sem sé í mótsögn við tilgang gjaldtökunnar þar sem nikótín sé í raun mun hættuminni vara en tóbak.“
Með hliðsjón af þessum umsögnum laði ráðherra til að gjaldið yrði lækkað um þriðjung. Með slíkri gjaldtöku færist Ísland nær nágrannaríkjum.