Ferða­mála­stofa hefur endur­skoðað spá um fjölda ferða­manna á árunum 2024- 2026 sem gefin var út í árs­byrjun.

Ferða­menn á fyrstu mánuðum ársins voru mun færri en spá gerði ráð fyrir sam­hliða því að dregið hefur úr væntingum um komu ferða­manna til Ís­lands, sér­stak­lega vegna þess að búist er við að hag­vöxtur í ríkjum OECD verði minni en áður var spáð.

„Vís­bendingar þar að lútandi eru þegar farnar að sjást í bókunum á gistingu, flugi og leitar­á­huga eftir ferða­þjónustu á netinu,“ segir í til­kynningu Ferða­mála­stofu.

Sam­kvæmt upp­haf­legri spá Ferða­mála­stofu í árs­byrjun voru væntingar um að ferða­menn yrðu um 2,62 milljónir árið 2025 sem yrði 6,9% aukning milli ára.

Upp­færð spá gerir ráð fyrir um 2,27 milljón ferða­mönnum sem er um 4,4% aukning.

Upp­haf­leg spá gerði einnig ráð fyrir um 2,74 milljón ferða­mönnum árið 2026 sem yrði 4,6% aukning en nú­verandi spá gerir ráð fyrir 2,34 milljón ferða­mönnum sem er 3,1% aukning.

Elds­um­brot á Reykja­nesi auka ó­vissu um vilja ferða­manna til að koma til landsins að mati Ferða­mála­stofu en for­sendur spárinnar um hag­vöxt í ríkjum OECD leiðir þó til þess að ferða­mönnum fjölgi 2025 og 2026 frá því sem búist er við á árinu 2024.

Gangi upp­færða spáin eftir munu er­lendir gestir sem fara um Keflavíkurflugvöll vera á­líka margir árið 2026 og árið 2018 þegar þeir voru flestir.