Evrópski Seðlabankinn mun að öllum líkindum lækka stýrivexti í vikunni í þriðja sinn á þessu ári en bankinn segir að verðbólgan sé að hjaðna hraðar en búist var við. Verðbólga á evrusvæðinu var 1,8% í september miðað við 2,2% í ágúst.

Verðbólgan hefur haldið áfram að lækka þrátt fyrir 25 punkta lækkun Evrópska Seðlabankans í júní og svo aftur í síðasta mánuði.

Evrópski Seðlabankinn mun að öllum líkindum lækka stýrivexti í vikunni í þriðja sinn á þessu ári en bankinn segir að verðbólgan sé að hjaðna hraðar en búist var við. Verðbólga á evrusvæðinu var 1,8% í september miðað við 2,2% í ágúst.

Verðbólgan hefur haldið áfram að lækka þrátt fyrir 25 punkta lækkun Evrópska Seðlabankans í júní og svo aftur í síðasta mánuði.

Francois Villeroy de Galhau, seðlabankastjóri Frakklands, sagði í síðustu viku að vaxtalækkun væri mjög líkleg í október og bætti við að sú lækkun yrði ekki sú síðasta. „Sigur gegn verðbólgu er í sjónmáli,“ sagði Francois í samtali við franska fjölmiðla.

Væntingar um áframhaldandi stýrivaxtalækkun hafa einnig aukist vegna lítilla efnahagslegra umsvifa á evrusvæðinu samhliða ákvörðun bandaríska seðlabankans í september um 50 punkta vaxtalækkun.