Seðlabanki Svíþjóðar lækkaði í morgun stýrivexti um 0,25 prósentustig, úr 3,75% prósentum í 3,5%. Er þetta önnur vaxtalækkun bankans á árinu. Markaðsaðilar höfðu spáð lækkuninni.
Seðlabankinn segir í tilkynningu að ef verðbólguhorfur haldast óbreyttar gætu stýrivextir lækkað tvisvar til þrisvar sinnum til viðbótar á þessu ári. Þetta er í samræmi við það sem Erik Thedéen seðlabankastjóri sagði í júní
Seðlabankinn segir að efnahagsumsvif vera veik og verðbólga að ná markmiði bankans. Kjarnaverðbólga lækkaði í 2,2%í júlí og þar með er Seðlabankinn nálægt markmiði sínu um 2% verðbólgu.
Bankinn hefur ekki áhyggjur af verðbólguþrýstingi vegna launahækkanna og heldur ekki sérstakar áhyggjur af sænsku krónunni, sem er heldur veik, og innfluttri verðbólgu vegna þess.