Landsbankinn hefur ákveðið að lækka óverðtryggða vexti útlána frá og með næsta miðvikudegi, 9. október, að því er kemur fram í tilkynningu á vef bankans.

Landsbankinn lækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig og verða þeir 10,50%.

Landsbankinn hefur ákveðið að lækka óverðtryggða vexti útlána frá og með næsta miðvikudegi, 9. október, að því er kemur fram í tilkynningu á vef bankans.

Landsbankinn lækkar breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,25 prósentustig og verða þeir 10,50%.

Bankinn segir að vaxtabreytingarnar séu gerðar í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í vikunni. Vaxtabreytingarnar taki einnig mið af vöxtum á markaði og öðrum fjármögnunarkjörum Landsbankans.

Auk ofangreindrar vaxtalækkunar á íbúðalánum þá lækkar Landsbankinn kjörvexti á óverðtryggðum lánum og yfirdráttarlánum um 0,25 prósentur.

Þá lækka vextir á óverðtryggðum veltureikningum og sparireikningum um 0,10-0,25 prósentustig.

„Vextir á reikningum í erlendri mynt taka breytingum í samræmi við breytingar á stýrivöxtum og markaðsvöxtum í viðkomandi mynt.“