Seðlabanki Kanada lækkaði stýrivexti í dag um 0,25 prósentur, úr 4,5% í 4,25%, í samræmi við væntingar markaðsaðila. Þetta er þriðja vaxtaákvörðun bankans í röð sem hann ákveður að lækka vexti.

Verðbólga í Kanada mældist 2,5% í júlí og var því áfram yfir 2,0% verðbólgumarkmiði seðlabankans.

Í umfjöllun Financial Times segir að lítill hagvöxtur hafi verið í Kanada síðustu fjórðunga. Þá sé atvinnuleysi 6,4% eða um tveimur prósentustigum hærra en þegar það náði sögulegu lágmarki fyrir tveimur sumrum.

Vaxtalækkanir seðlabankans koma á sama tíma og mikill þrýstingur eru á kanadísk stjórnvöld að bæta stöðuna á húsnæðismarkaðnum þar í landi.