Eftir annars vegar á­gætis viku í Kaup­höllinni lækkuðu flest hluta­bréf á aðal­markaði í dag. Úr­vals­vísi­talan OMXI15 fór niður um 0,77% í um 5,6 milljarða króna við­skiptum í dag.

Hluta­bréfa­verð Icelandair lækkaði um 5% í 272 milljón króna við­skiptum en gengi flug­fé­lagsins hefur verið á miklu flugi síðast­liðinn mánuð m.a. vegna lækkunar á olíu­verði.

Átök í Mið­austur­löndum hafa þó stig­magnast á síðustu dögum og hefur verðið á Brent-hrá­olíu, sem er meðal annars notuð í flug­véla­elds­neyti, hækkað um rúm 9% síðustu þrjá daga.

Dagsloka­gengi Icelandair var 1,15 krónur en gengi flug­fé­lagsins hefur verið undir einni krónu meiri­hluta árs.

Hluta­bréfa­verð Play lækkaði um 4% í ör­við­skiptum.

Þá lækkaði hluta­bréfa­verð Skaga um rúm 4% í 109 milljón króna við­skiptum og var dagsloka­gengi fé­lagsins 17,1 króna.

Mesta veltan var með bréf Kviku banka er gengi bankans hækkaði ör­lítið í 1,6 milljarða króna veltu.

Dagsloka­gengi bankans var 18,55 krónur sem er um 13% hærra en fyrir mánuði síðan.