Úrvalsvísitalan lækkaði örlítið eða um 0,05% í 1,3 milljarða króna viðskiptum í Kauphöllinni í dag. Mest velta var með bréf Arion eða um 314 milljónir króna en hlutabréfaverð félagsins lækkaði um 0,3%. En gengi bréfa félagsins hafa lækkað um 8,4% á síðastliðnum mánuði.
Hlutabréfaverð Icelandair hækkaði mest í Kauphöllinni í dag eða um 1,2% í 243 milljón króna viðskiptum. Þá hækkaði hlutabréfaverð Ölgerðarinnar næst mest í dag eða um 1,1% og stendur gengi bréfa félagsins í 10,25 krónum á hlut og hefur hækkað um 15,17% frá fyrsta viðskiptadegi.
Erfiðleikar hjá fjarskiptafélögum
Fjarskiptafyrirtækið áttu erfitt uppdráttar í Kauphöllinni í dag en gengi bréfa Símans lækkaði mest af skráðum félögum í Kauphöllinni eða um 1,8% í 20 milljón króna viðskiptum.
Þá lækkaði hlutabréfaverð Sýnar næst mest í dag eða um 1,6% í 114 milljón króna viðskiptum. Í vikunni var tilkynnt um starfslok Heiðars Guðjónssonar, forstjóra Sýn, en þá jafnframt seldi hann hlut sinn í félaginu en fjárfestingafélagið Gaia Invest keypti 16,1% hlut í fyrirtækinu.
Hlutabréfaverð Nova lækkaði um 0,6% í 19 milljón króna viðskiptum og hefur ekki mælst lægra frá útboði en gengi bréfa félagsins hefur lækkað um 15,3% frá útboðsgengi.