Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent í 1,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Af 27 félögum aðalmarkaðarins lækkuðu 24 félög í viðskiptum og þar af 11 um meira en eitt prósent. Líklegt er að verðbólgutölurnar sem Hagstofan birti í morgun hafi litað markaðsviðskipti í dag.

Skel fjárfestingarfélag lækkaði um 5,7%, mest af félögum Kauphallarinnar, í 30 milljóna króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Skeljar standa nú í 14,8 krónum á hlut og hafa ekki verið lægri síðan í desember. S‎ýn og Iceland Seafood lækkuðu einnig um meira en 2% í dag.

Úrvalsvísitalan lækkaði um eitt prósent í 1,7 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Af 27 félögum aðalmarkaðarins lækkuðu 24 félög í viðskiptum og þar af 11 um meira en eitt prósent. Líklegt er að verðbólgutölurnar sem Hagstofan birti í morgun hafi litað markaðsviðskipti í dag.

Skel fjárfestingarfélag lækkaði um 5,7%, mest af félögum Kauphallarinnar, í 30 milljóna króna viðskiptum. Gengi hlutabréfa Skeljar standa nú í 14,8 krónum á hlut og hafa ekki verið lægri síðan í desember. S‎ýn og Iceland Seafood lækkuðu einnig um meira en 2% í dag.

Hlutabréfaverð Alvotech féll um 1,4% í 220 milljóna veltu og stendur nú í 1.615 krónum. Dagslokagengi líftæknilyfjafyrirtækisins var síðast lægra í janúar síðastliðnum.

Verðbólguálag á skuldabréfamarkaðnum hækkaði talsvert í dag en velta á markaðnum nam 4,4 milljörðum króna. Álagið til þriggja ára mælist nú í grennd við 3,9% en tíu ára álagið stendur í ríflega 4,3%.

Hagstofa Íslands greindi í morgun frá því að verðbólga hefði hækkað um 0,5 prósentustig og mældist hún 6,3% í júlí. Verðbólgumælingin var nokkuð yfir spám greiningardeilda bankanna sem gerðu ráð fyrir að verðbólgan yrði nær 5,9%.