Hlutabréf í Bandaríkjunum hafa lækkað það sem af er degi.
Þrátt fyrir að fjárfestar í Bandaríkjunum gleðjist yfir breyttri Covid stefnu í Kína þá hefur hræðsla við frekari hækkun stýrivaxta í Bandaríkjunum vegið þyngra í dag.
Dow Jones hefur lækkað um 1,37%, S&P500 um 1,78% og Nasdaq um 2,23%.
Kínversku hlutabréfavísitölurnar stóðu nánast í stað í þegar markaðir lokuðu í morgun.
Olíuverð hefur einnig lækkað í dag vegna ótta við að eftirspurn fari minnkandi, framleiðsla muni aukast og efnahagsbatinn í Kína komi síðar en búist var við. Brent er komin undir 80 dali fatið og stendur þessa stundina í 79,5 dölum.