Helstu hluta­bréfa­vísitölur í Evrópu lækkuðu við opnun markaða í kjölfar þess að Moo­dy’s lækkaði láns­hæfis­ein­kunn Bandaríkjanna um eitt þrep, úr Aaa í Aa1.

Ákvörðunin hefur ýtt undir auknar áhyggjur af sjálf­bærni ríkis­fjár­mála í stærsta hag­kerfi heimsins.

Sam­hliða lækkuninni hafa fram­virkir samningar með bandarískar hluta­bréfa­vísitölur gefið til kynna veru­lega lækkun er markaðir opna vestan­hafs síðar í dag.

Skulda­bréfa­markaðir undir þrýstingi

Eftir lækkun Moo­dy’s jukust við­skipti með bandarísk ríkis­skulda­bréf og verð féll, sem leiddi til hækkunar á ávöxtunar­kröfu.

Ávöxtunar­krafa 30 ára ríkis­skulda­bréfa fór í 5,02%, hæsta gildi síðan í nóvember 2023.

Krafan á 10 ára bréfin fór í 4,54%, sem jafn­gildir 10 punkta hækkun frá lokun markaða á föstu­dag. Hækkun á ávöxtunar­kröfu endur­speglar aukna áhættuálagningu fjár­festa vegna versnandi skuldastöðu ríkis­sjóðs.

Á sama tíma lækkaði WSJ Dollar Index um 0,56% og gull­verð tók við sér á ný, þar sem fjár­festar sækja í öruggar eignir í ljósi vaxandi óvissu á mörkuðum.

Fram­virkir samningar með helstu bandarísku vísitölur benda til lækkunar í dag: E-mini Nas­daq 100 hefur lækkað um 1,53%, E-mini S&P 500 hefur lækkað um 1,16% og E-mini Dow Jones hefur lækkað um 0,78%.

Á sama tíma lækkaði WSJ Dollar Index um 0,56% og gull­verð tók við sér á ný, þar sem fjár­festar sækja í öruggar eignir í ljósi vaxandi óvissu á mörkuðum.

Fram­virkir samningar með helstu bandarísku vísitölur benda til lækkunar í dag: E-mini Nas­daq 100 hefur lækkað um 1,53%, E-mini S&P 500 hefur lækkað um 1,16% og E-mini Dow Jones hefur lækkað um 0,78%.

Sam­kvæmt WSJ benda samningarnir til þess að tækni­fyrir­tæki verði undir söluþrýstingi í við­skiptum dagsins.

Evrópskir markaðir byrjuðu einnig daginn á lækkunum en Stoxx Europe 600 hefur lækkað um 0,7% og DAX vísi­talan lækkaði um 0,8% í morgun. CAC 40 vísi­talan í Frakk­landi opnaði 0,9% lægri á meðan FTSE 100 hefur lækkað um 0,7%.

Lækkun Moo­dy’s virðist hafa orðið vendi­punktur í viðhorfi fjár­festa gagn­vart bandarískum ríkis­skulda­bréfum og öðrum dollar­tengdum eignum.

Fjár­festar eru nú farnir að endur­meta þann trúverðug­leika sem Bandaríkin hafa notið sem örugg fjár­festing, sér­stak­lega í ljósi versnandi skuldastöðu, hárrar vaxta­byrði og pólitísks skorts á aðhaldi.

Greiningaraðilar Deutsche Bank benda á að markaðurinn sé að endur­skoða vilja sinn til að fjár­magna svo­kallaða „tvíþætta halla“ Bandaríkjanna, þ.e. í ríkis­fjár­málum og í við­skipta­jöfnuði.

Sér­fræðingar bankans telja að nettóstaða Bandaríkjanna gagn­vart útlöndum versni hratt, og að fjár­festar hafi hingað til van­metið þá fjár­hags­legu áhættu sem í raun blasir við.

Jafn­framt er bent á að vegna stöðu stjórn­málanna í Was­hington sé lítil von til þess að fjár­laga­stefnu verði breytt í náinni framtíð.