Tesla hefur lækkað bíla sína um 1%-17% eftir gerðum. Mest lækkun, líkt og á öðrum mörkuðum er á Tesla 3. Þetta kemur fram í fréttþýska Handelsblatt.
Blaðið bendir á að Tesla hafi þegar í síðustu viku lækkað verðið verulega í Kína og öðrum Asíulöndum. Lækkunin nú nái til Evrópulanda og Bandaríkjanna.
Grunnverðið á Model 3 lækkar um 6 þúsund evrur í Þýskalandi og verður 44 þúsund evrur eða 6,8 milljónir króna. Grunnverð Model 3 lækkar um 9.100 evrur og verður 45 þúsund evrur, eða rúmar 6,9 milljónir króna.
Veldur ursla á bílamarkaðnum
Þýskir sérfræðingar segja að þetta muni þýða verðlækkanir á bílum en verðið hafi verið hátt undanfarin tvo ár.
Réttlæting Tesla fyrir verðlækkuninni sé minni framleiðslukostnaður þar sem aðfangakeðjur séu meðal annars farnar að virka eftir tvo erfið Covid ár.
Lækkunin í Þýskalandi er svipuð og Íslandi, eins og Viðskiptablaðið fjallaði um fyrr í dag.