Nýr kjarasamningur Læknafélags Íslands og fjármála- og efnahagsráðherra var undirritaður skömmu eftir miðnætti í nótt (eftir 16 klukkustunda lokasamningatörn.
Samkvæmt LÍ tók samningslotan langan tíma vegna flókinna frágangsatriða en samningaviðræður hófust hjá ríkissáttasemjara í byrjun apríl.
Fundir hafa staðið yfir meira og minna daglega í nóvembermánuði.
Kjarasamningurinn verður kynntur fyrir læknum á fundi næstkomandi mánudag, 2. desember.
Atkvæðagreiðsla um samninginn hefst um miðja næstu viku og mun standa í nokkra daga. Niðurstaða atkvæðagreiðslu þarf að liggja fyrir eigi síðar en um hádegi 16. desember.