Nýr kjara­samningur Læknafélags Ís­lands og fjár­mála- og efna­hags­ráðherra var undir­ritaður skömmu eftir miðnætti í nótt (eftir 16 klukku­stunda loka­samningatörn.

Sam­kvæmt LÍ tók samnings­lotan langan tíma vegna flókinna frá­gangs­at­riða en samninga­viðræður hófust hjá ríkissátta­semjara í byrjun apríl.

Fundir hafa staðið yfir meira og minna dag­lega í nóvember­mánuði.

Kjara­samningurinn verður kynntur fyrir læknum á fundi næst­komandi mánu­dag, 2. desember.

At­kvæða­greiðsla um samninginn hefst um miðja næstu viku og mun standa í nokkra daga. Niður­staða at­kvæða­greiðslu þarf að liggja fyrir eigi síðar en um há­degi 16. desember.