Óstöðug við­skipta­stefna Bandaríkjanna, með síendur­teknum tolla­að­gerðum Donalds Trump, hefur aukið þrýsting á lána­vafninga (e. Colla­tera­lised Loan Obligations, CLOs).

Sjóð­stjórar eru byrjaðir að bregðast við með því að færa til áhættusamari lán, sam­kvæmt nýrri greiningu Financial Times.

Lána­vafningar (CLOs) eru flókin fjár­festingar­vara sem saman­stendur af lánum skuld­settra fyrir­tækja með lé­legt láns­hæfi (e. le­vera­ged loans)

Fjár­mála­fyrir­tæki setja lánin saman í verðbréf í mis­munandi áhættu­flokkum sem síðan eru seld fjár­festum í sneiðum (e. tranches) með mis­munandi væntingum um ávöxtun og áhættu.

Hæsti flokkur fær reglu­legar greiðslur með lágri áhættu, en neðsti flokkur (svo­kallaður equity tranche) tekur mestu áhættuna en á að sama skapi rétt á hærri ávöxtun.

Við núverandi aðstæður hafa sér­fræðingar í greiningum hjá stórum bönkum, þar á meðal Bank of America, bent á að ef tolla­stefna Bandaríkja­stjórnar helst óbreytt, megi gera ráð fyrir að láns­hæfis­mat fjölmargra fyrir­tækja lækki.

Á undan­förnum vikum hafa vaxta­kjör á skulda­bréfum fyrirtækja með lánshæfi í ruslflokki hækkað veru­lega, á sama tíma og ný út­gáfa hefur dregist saman.

Roberta Goss, fram­kvæmda­stjóri skulda­sviðs hjá Pretium, segir lík­legt að sam­dráttur í hag­vexti muni leiða til aukinna af­skrifta og lækkana á láns­hæfis­ein­kunum á næstu 12 mánuðum.

Slíkt gæti þrýst undir­liggjandi skulda­bréfum niður í svo­kallaðan CCC-láns­hæfis­flokk.

Al­mennt gilda tak­mörk um að lána­vafningar megi ekki vera með meira en 7,5% af skulda­bréfum sínum í CCC-láns­hæfis­flokknum.

Sam­kvæmt gögnum Bank of America var þetta hlut­fall að jafnaði um 6% í bandarískum vafningum nýverið, en bankinn býst við því að það fari yfir 7,7% til skamms tíma ef tolla­stefnan helst óbreytt.

Ef þessi mörk eru rofin geta sjálf­virk varnar­viðbrögð vafninganna virkjast. Þau fela m.a. í sér að greiðslu­flæði færist frá fjár­festum í áhættu­samasta hlutanum (svo­kallaður equity tranche) til þeirra sem eru í tryggari flokkunum, til að verja vafninginn fyrir tapi.

Verði það raunin mun það draga veru­lega úr aðdráttar­afli þessarar fjár­festingar­vöru fyrir áhættu­fjár­festa.

Þrátt fyrir að lána­vafningar af þessu tagi hafi enn svigrúm til að taka á sig meiri lækkun eru sjóð­stjórar þegar byrjaðir að bregðast við stöðunni.

Greiningaraðilar segja að stjórn­endur séu farnir að draga úr vægi lána í B-flokki, sem eru aðeins einu láns­hæfis­stigi frá því að teljast CCC.

Gold­man Sachs hefur þegar hækkað spá sína um gjaldþrot skuld­settra fyrir­tækja í Bandaríkjunum.

Fjárfestingarbankinn býst nú við að hlut­fall gjaldþrota verði 8% á næstu 12 mánuðum, saman­borið við fyrri spá upp á 3,5%.

Auk þess hefur hlut­fall fyrir­tækja­skulda í Bandaríkjunum sem verslað er með á undir 90 sentum á hvern dal hækkað úr 6% í meira en 10%.

Slíkar breytingar þykja oft undan­fari af­skrifta eða skulda­upp­stokkunar.

Lána­vafningar eru burðarás í fjár­mögnun lán­taka með veikara láns­hæfi. Núverandi þróun í tolla­stefnu og láns­hæfis­mati gæti þrengt að þessu kerfi, sér­stak­lega ef hlut­fall lána í rusl­flokki fer yfir sjálf­virku mörkin.