Fasteignasölurnar Landmark og Kaupsýslan hafa sameinast undir merkinu Landmark/ Kaupsýslan fasteignamiðlun . Greint er frá þessu í fréttatilkynningu.
„Tilgangur samrunans er fyrst og fremst að snúa bökum saman með vönduðu fagfólki í stéttinni með það að markmiði að bæta þjónustu til allra okkar viðskiptavina, jafnt kaupenda sem seljenda. Samanlagður starfsaldur okkar, reynsla og þekking eykst til muna en eftir sameiningu starfa samtals sextán starfsmenn hjá fasteignasölunni. Allir fasteignasalar okkar eru aðilar að Félagi fasteignasala (FF) sem er mikilvægt hagsmunamál fyrir neytendur auk þess sem félagsmenn starfa eftir ströngum siðareglum og viðhalda þekkingu sinni með því að sækja reglulega metnaðarfulla endurmenntun,“ segir í tilkynningunni.
Landmark, sem hóf starfsemi árið 2010, sameinaðist Smáranum fasteignamiðlun árið 2017 og nú Kaupsýslunni. Smárinn var stofnaður árið 2016, Kaupsýslan tók til starfa árið 2012.
© Aðsend mynd (AÐSEND)