Landsréttur hefur sýknað Teya Iceland ehf., sem áður hét Borgun, BPS ehf., Eignarhaldsfélaginu Borgun slf. og Hauki Oddssyni, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu. Dóminn má lesa hér.
Með dóminum staðfesti landsréttur dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023. Jafnframt ber Landsbankanum að greiða Teya 23,2 milljónir króna og BPS ehf., Eignarhaldsfélaginu Borgun, og Hauki hverjum um sig 10 milljónir króna í málskostnað í héraði.
Auk þess var Landsbankinn dæmdur til að greiða hverjum um sig 2 milljónir króna í málskostnað fyrir Landsrétti. Samtals ber Landsbankanum því að greiða hinum stefndu 61,2 milljónir í málskostnað.
Landsbankinn hafði krafðist þess að viðurkennd yrði skaðabótaskylda hinna stefndu á tjóni hans vegna söluhagnaðar sem hann hefði notið ef hann hefði selt 31,2% eignarhlut sinn í Borgun að teknu tilliti til upplýsinga sem hann taldi þá hafa búið yfir við kaupin en ekki látið honum í té um hlut Borgunar í Visa Europe og þá væntu hlutdeild er honum fylgdi í söluhagnaði við nýtingu nánar tiltekins valréttarsamnings.