Keahótel hafa lokið fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins og mun Landsbanki Íslands eignast 35% hlut í félaginu. Hluthafasamsetning fyrri eigenda er óbreytt og munu þeir eiga 65% hlut, frá þessu herma heimildir Viðskiptablaðsins.

Keahótel eru því búin að tryggja sér fjármagn fram yfir sumarið 2022. Líkt og Viðskiptablaðið greindi frá í síðasta mánuði kom viðskiptabanki hótelsins, Landsbanki Íslands, með frekara lánsfé inn í rekstur hótelsins sem og hlutafé. Landsbankinn hefur lánað Keahótelum sem og móðurfélagi þess, K acquisition.

Að baki móðurfélagsins standa Kea Pt LLc sem á helmingshlut, JL-Keahotel Investor LCC sem eiga fjórðungshlut og Erkihvönn ehf. sem á fjórðungshlut. Þau tvö fyrrnefndu er í eigu bandarískra fjárfesta en Erkihvönn er í eigu íslenskra fjárfesta.