Landsbankinn hefur hleypt af stokkunum eigin færsluhirðingu. Færsluhirðing Landsbankans tekur við greiðslum í posum og á netinu, styður Apple Pay og Google Pay ásamt því að bjóða upp á „traustari uppgjörstíma og hentugra uppgjörstímabil“, að því er segir í tilkynningu.

„Við bjóðum nú í fyrsta skipti á Íslandi upp á samþætta virkni á milli posa og netverslunar. Þetta er bylting í þjónustu við viðskiptavini í kortaviðskiptum,“ segir Ragnar Einarsson, forstöðumaður færsluhirðingar hjá Landsbankanum.

„Kerfið gerir söluaðilum kleift að auka tryggð og byggja upp vildarkerfi með einföldum hætti. Þá munum við nýta tengingar bankans inn í öll helstu bókhaldskerfi til að sjálfvirknivæða bókhald söluaðila

Ragnar Einarsson var nýlega ráðinn sem forstöðumaður færsluhirðingar Landsbankans en hann starfaði áður hjá færsluhirðinum Rapyd. Ragnar er meðstofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri hugbúnaðarfyrirtækisins SalesCloud.