Fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið hefur samið við Fyrir­tækja­ráð­gjöf Lands­bankans sem sjálf­stæðan fjár­mála­ráð­gjafa til að veita ráðu­neytinu ráð­gjöf varðandi skipu­lagningu og yfir­um­sjón á fyrir­huguðum út­boðum eignar­hluta ríkisins í Ís­lands­banka.

Þetta kemur fram í Kaup­hallar­til­kynningu en fyrir rúmri viku síðan féllst ráðu­neytið á ósk verð­bréfa­fyrir­tækisins Arcti­ca Finance um að verða leyst undan því verk­efni að veita ráðu­neytinu ráð­gjöf varðandi skipu­lagningu og yfir­um­sjón á fyrir­huguðum út­boðum eignar­hluta ríkisins í Ís­lands­banka.

„Þróun mála í öðrum verk­efnum Arcti­ca Finance hefur gert það að verkum að fé­lagið telur sér erfitt um vik að veita á­fram­haldandi ráð­gjöf um út­boðin,” sagði í til­kynningu fjár­mála­ráðu­neytisins í síðustu viku.

Þann 22. júní 2024 voru samþykkt lög um ráðstöfun eignarhluta ríkisins í Íslandsbanka hf. Ríkisstjórnin áformar að selja eftirstandandi 42,5% hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka á árunum 2024 og 2025, með markaðssettu hlutafjárútboði.

Lögin fela í sér að hlutur ríkisins í bankanum verði seldur í markaðs­settu út­boði eða út­boðum.

Slíkt sölu­fyrir­komu­lag er talið best til þess fallið að fylgja megin­reglum sem á­hersla er lögð á við ráð­stöfun ríkis­eigna: gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni.

Í lögunum er m.a. til­greint með hvaða hætti safnað er í tvær til­boðs­bækur í út­boði, hvernig verð­lagningu verði háttað og út­hlutun fari fram. Til­boð ein­stak­linga verða í for­gangi við út­hlutun.