Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið að bæta enn frekar í og tvöfalda verðlaunafé.

Þrjú stigahæstu teymi Gulleggsins ár hvert hljóta peningaverðlaun frá Landsbankanum og hafa mörg farsæl fyrirtæki í íslensku atvinnulífi byrjað sem hugmynd í Gullegginu, þar á meðal Taktikal, Pay Analytics, Heima app og Controlant.

Gulleggið, stærsta frumkvöðlakeppni landsins, hefur verið haldin af KLAK-Icelandic Startups frá árinu 2008 og frá upphafi hefur Landsbankinn verið aðalbakhjarl keppninnar. Nú hefur Landsbankinn ákveðið að bæta enn frekar í og tvöfalda verðlaunafé.

Þrjú stigahæstu teymi Gulleggsins ár hvert hljóta peningaverðlaun frá Landsbankanum og hafa mörg farsæl fyrirtæki í íslensku atvinnulífi byrjað sem hugmynd í Gullegginu, þar á meðal Taktikal, Pay Analytics, Heima app og Controlant.

KLAK hefur nú samið við Landsbankann um að auka enn stuðning sinn og tvöfalda verðlaunaféð sem þrjár stigahæstu hugmyndir Gulleggsins hljóta árið 2025.

„Við hjá Landsbankanum erum stolt af því að hafa stutt við Gulleggið frá fyrstu tíð. Keppnin hefur verið mikilvægur vettvangur fyrir frumkvöðla til að þróa og efla hugmyndir sínar og við hlökkum til að sjá fleiri frábærar hugmyndir verða að veruleika,“ segir Sara Pálsdóttir framkvæmdastjóri Samskipta og menningar hjá Landsbankanum.

Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu mun sigurhugmyndin fá tvær milljónir króna í verðlaun, hugmyndin sem endar í öðru sæti fær eina milljón króna og sú sem hafnar í þriðja sæti fær 500.000 krónur að launum.

„Vegferð frumkvöðla frá hugmynd að öflugum rekstri er full af áskorunum. Stuðningur á fyrstu stigum þeirrar vegferðar getur skipt sköpum og margfaldað líkur á að hugmynd þroskist yfir í blómlegt fyrirtæki,“ segir Ásta Sóllilja Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri KLAK -Icelandic Startups.