Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, segir að þingmennskan heilli ekki. Þetta kemur fram í viðtali við Dag í Viðskiptablaðinu, sem kemur út á morgun.

Dagur segist stefna að því að klára kjörtímabilið í borgarstjórn og eftir það geri hann ráð fyrir því að sækjast eftir endurkjöri.
Spurður hvað hvort það komi til greina að láta að sér kveða í landsmálunum svarar hann: „Það heillar mig ekki.“ Hann segir aftur á móti að í gegnum tíðina hafi oft verið rætt hvort hann eigi að fara í þingframboð en „hjartað og hugurinn hefur alltaf verið í borginni," segir hann.

Skoðanakannanir sýna að Samfylkingin í Reykjavík er með ríflega tvöfalt meira fylgi en flokkurinn hefur á landsvísu. Dagur segist ekki hafa skýringar á þessum mun.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út á morgun. Meðal annars efnis í blaðinu er:

  • Íslenska félagið Jivaro hefur þróað hugbúnað sem nýtist pókerspilurum.
  • Útboðsgengi Símans er rétt yfir verðmatsgengi flestra greiningaraðila.
  • Sveitarfélög, sem hafa virkjaðar ár á sínu landi, geta fljótlega innheimt fasteignaskatt af vatnsréttindum.
  • Ný skoðanakönnun Viðskiptablaðsins sýnir að flestir telja að þeir greiði sjálfir of háa skatta.
  • Verð atvinnuhúsnæðis hækkaði um 20% milli ára á öðrum ársfjórðungi.
  • Kópavogsbær stefnir að því að veita tekjulágum 15% fasteignalán.
  • Viðtal við Michael Hatchwell, sérfræðing í alþjóðlegum samrunum.
  • Formanni Samtaka ferðaþjónustunnar líst við fyrstu sýn vel á tillögur um stækkun Leifsstöðvar.
  • Mikil hagræðing hefur þegar náðst við sameiningu MP banka og Straums í nýjan banka sem nefnist Kvika.
  • Úttekt um fríverslunarsamninga.
  • Katrín Amni Friðriksdóttur hefur stofnað fyrirtæki í kringum markaðssetningu á lúxusvörum.
  • Svipmynd af Valgerði Kristjánsdóttur, nýjum meðeiganda hjá Ernst & Young.
  • Huginn og Muninn eru á sínum stað auk Týs sem fjallar um vildarvini í útboðum.
  • Óðinn fjallar um misskiptingu auðs.