Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, skrifaði í gær undir 2,3 milljarða króna samning við Takeshi Yokota, forstjóra Hyosung frá Suður-Kóreu, um nýjan rofabúnað fyrir tengivirki Landsnets á Klafastöðum í Hvalfirði, tengivirki við Sigölduvirkjun og nýtt tengivirki sem mun rísa við Ferjufit.

„Samningurinn markar upphaf nýrra tíma í rekstri Landsnets en nýja tengivirkið við Ferjufit mun m.a. tengja nýtt vindorkuver, Búrfellslund, inn á flutningskerfið. Er það fyrsta vindorkuverið sem tengist inn á flutningskerfið,“ segir í fréttatilkynningu.

Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets, skrifaði í gær undir 2,3 milljarða króna samning við Takeshi Yokota, forstjóra Hyosung frá Suður-Kóreu, um nýjan rofabúnað fyrir tengivirki Landsnets á Klafastöðum í Hvalfirði, tengivirki við Sigölduvirkjun og nýtt tengivirki sem mun rísa við Ferjufit.

„Samningurinn markar upphaf nýrra tíma í rekstri Landsnets en nýja tengivirkið við Ferjufit mun m.a. tengja nýtt vindorkuver, Búrfellslund, inn á flutningskerfið. Er það fyrsta vindorkuverið sem tengist inn á flutningskerfið,“ segir í fréttatilkynningu.

Landsnet segir að samningurinn sé einn sá stærsti sem fyrirtækið hefur gert vegna uppbyggingar á tengivirkjum. Nýju tengivirkin sem öll eru yfirbyggð breyto miklu þegar kemur að afhendingaröryggi og falli vel að umhverfis- og öryggissjónarmiðum.

„Samningurinn sem við skrifuðum undir í dag er tímamótasamningur í okkar sögu en við vorum að skrifa undir samning um kaup á búnaði fyrir þrjú stór tengivirki. Það skilar okkur töluverðu hagræði á sama tíma og við erum að taka stór skref þegar kemur að auknu afhendingaröryggi með yfirbyggðum tengivirkjum þar sem vandamál tengd óveðrum, seltu og ísingu verða úr sögunni,“ segir Guðmundur Ingi.

„Við erum líka að bregðast við þörfinni fyrir nýjan orkugjafa eins og vindorkunni og verður nýja tengivirkið okkar við Ferjufit fyrsta tengivirkið sem tengist þeim áformum. Þannig að það eru spennandi tímar fram undan hjá þjóðinni og við hjá Landsneti erum á fullri ferð inn í framtíðina.“

Frá undirrituninni í dag.
© Aðsend mynd (AÐSEND)