Landsréttur hefur dæmt íslenska ríkið til að greiða Skeljungi 448 milljónar króna og Atlantsolíu 86 milljónir króna í málum er varða endurgreiðslu flutningsjöfnunargjalds.
Niðurstaða Landsréttar er viðsnúningur frá niðurstöðu héraðsdóms Reykjavíkur en þar hafði ríkið verið sýknað af kröfum olíufélaganna tveggja. Kjarni málsins varðar það hvort flutningjöfnunargjald sem lagt var á fyrirtækin á árununm 2016-18, standist ákvæði stjórnarskrárinnar. Þannig tók Landsréttur fram að samkvæmt stjórnarskránni má engan skatt leggja á né breyta nema svo er gert með lögum.
Umrætt gjald var lagt á allar olíuvörur sem fluttar voru til landsins en gjaldið var lagt á með lögum líkt og áskilið er í stjórnarskránni en upphæð þess var ekki afmörkuð í lögum heldur var Byggðastofnun falið að ákveða gjaldið.
Landsréttur segir að það fyrirkomulag að fela stjórnvaldi ákvörðun um upphæð skatts brjóti í bága við ákvæði stjórnarskrárinnar en samkvæmt ákvæðinu er almennt valdaframsal til stjórnvalda bannað. Niðurstaða málsins var því að íslenska ríkinu ber að endurgreiða olíufélögunum ofgreidd gjöld.