Landsréttur hefur staðfest frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur á viðurkenningarmáli Samskipa gegn Eimskipafélagi Íslands og forstjóra þess, Vilhelmi Má Þorsteinssyni.

Málið laut að kröfu um viðurkenningu á bótaskyldu án tilgreindrar fjárhæðar vegna meintra ólögmætra og saknæmra athafna í tengslum við sátt sem Eimskip gerði við Samkeppniseftirlitið árið 2021.

Í tilkynningu til Kauphallarinnar í dag segir að Landsréttur hafi staðfest frávísun Héraðsdóms Reykjavíkur.

Héraðsdómur taldi ótímabært að taka fyrir stefnu Samskipa gegn forsvarsmönnum Eimskipa.

Sam­skip stefndi for­svarsmönnum Eim­skips m.a. fyrir rangar saka­giftir er þeir gerðu sátt við Sam­keppnis­eftir­litið árið 2021 og viður­kenndu að hafa átt í meintu samráði við Sam­skip.

Eim­skip greiddi 1,5 milljarða króna stjórn­valds­sekt en Sam­keppnis­eftir­litið sektaði Sam­skip um 4,2 milljarða í kjölfarið sem er hæsta stjórn­valds­sekt Ís­lands­sögunnar.

Í lok mars féllst Áfrýjunar­nefnd sam­keppnis­mála að hluta til á rök Sam­skipa og lækkaði sektar­fjár­hæðina veru­lega.

Sektarákvörðun Sam­keppnis­eftir­litsins var lækkuð úr 4,2 milljörðum í 2,4 milljarða króna og ályktunum eftir­litsins hafnað að hluta.