Stjórn Lands­virkjunar hefur sam­þykkt að selja fyrrum höfuð­stöðvar fé­lagsins að Háa­leitis­braut 68 í Reykja­vík.

Þetta kemur fram í frétta­til­kynningu frá fyrir­tækinu en þar með lýkur endan­lega tæp­lega hálfrar aldar að­setri orku­fyrir­tækis þjóðarinnar á þeim stað.

Hvar Lands­virkjun mun setjast að til fram­tíðar skýrist síðar á árinu en þar til nýjar höfuð­stöðvar verða til­búnar hefur fyrir­tækið komið sér vel fyrir við Katrínar­tún 2.

„Undan­farin ár hefur Lands­virkjun skoðað mögu­leika á nýju hús­næði, enda var hús­næðið að Háa­leitis­braut ekki lengur hentugt. Öllum slíkum vanga­veltum var hins vegar hætt á meðan kórónu­veirufar­aldurinn gekk yfir,“ segir í frétta­til­kynningu.

Þegar far­aldrinum lauk greindist mygla í hús­næðinu og þá hófst aftur leit að nýju hús­næði.

Starfs­fólk höfuð­stöðvanna var um tíma í Grósku, á Hafnar­torgi og við Háa­leitis­braut, en er nú allt sam­einað í leigu­hús­næði við Katrínar­tún.

Lands­virkjun hefur ekki á­kveðið hvort nýtt hús­næði verður leigt, keypt eða það byggt frá grunni.

Eign Lands­virkjunar að Háa­leitis­braut 68 er rúmir 4.500 fm2 eða rétt tæp­lega helmingur alls

„Hús­næði okkar að Háa­leitis­braut hefur þjónað Lands­virkjun með sóma í tæp 50 ár. Nú er kominn tími til að við færum okkur annað. Það kemur því í hlut annarra að taka við þessu hús­næði, sem býður upp á mikla mögu­leika á ein­stökum út­sýnis­stað í borginni. Þar er hægt að horfa til að auka nýtingar­hlut­fall lóðar og jafn­vel breyta húsinu í heild eða að hluta í í­búðar­hús­næði,“ segir Rafnar Lárus­son, fram­kvæmda­stjóri Fjár­mála og upp­lýsinga­tækni.