Lántöku­kostnaður franska ríkisins hefur hækkað hratt í vikunni eftir að François Bayrou for­sætis­ráðherra boðaði van­traust­s­at­kvæða­greiðslu í þinginu á mánu­daginn sem gæti fellt ríkis­stjórnina og aukið pólitíska óvissu í landinu.

Bayrou til­kynnti að hann myndi tengja fjár­laga­frum­varp ríkis­stjórnarinnar við van­trausts­yfir­lýsingu þann 8. septem­ber næst­komandi.

Fjár­málaráðherrann Éric Lom­bard hefur varað við því að Alþjóða­gjald­eyris­sjóðurinn gæti þurft að grípa inn í ef ríkis­stjórnin félli, sem ýtti undir óöryggi fjár­festa.

Vaxta­kostnaður franska ríkisins rauk upp í hæstu hæðir en krafan á 10 ára ríkis­skulda­bréf fór í 3,53 pró­sent. Vaxta­munurinn gagn­vart þýskum ríkis­skulda­bréfum nær því að slá met síðasta árs.

Á síðustu mánuðum hefur vaxta­munur Frakk­lands og Ítalíu minnkað jafnt og þétt, í fyrsta sinn frá fjár­mála­kreppunni 2008. Lom­bard fjár­málaráðherra sagði einnig í morgun að ef ríkis­stjórnin félli myndu frönsk lánskjör verða verri en þau ítölsku „innan 15 daga“.

Hluta­bréfa­markaðurinn brást einnig harka­lega við. Cac 40-vísi­talan féll 2,2 pró­sent í morgun, eftir 1,5 pró­senta lækkun daginn áður. Sér­stak­lega urðu inn­lend fyrir­tæki fyrir höggi en til að mynda fór gengi Société Généra­le-bankans niður 3,5 pró­sent.

„Markaðurinn óttast að falli ríkis­stjórnarinnar fylgi al­gjör óreiða í stjórn­málunum sem úti­lokar að­gerðir til að ná niður halla ríkis­sjóðs,“ segir Peter Schaffrik, yfir­maður evrópskra hag­fræði­greininga hjá RBC Capi­tal Markets, við Financial Times.

Hvorki vinstri flokkar né hægri flokkur Marine Le Pen ætla að styðja ríkis­stjórnina í at­kvæða­greiðslunni.

Þar sem enginn flokkur hefur haft hreinan meiri­hluta síðan Macron boðaði og tapaði þing­kosningum fyrir ári, telja greiningaraðilar að Bayrou verði lík­lega felldur.

„Markaðurinn verð­leggur nú bæði pólitískan óstöðug­leika og aukna hættu á fjár­laga­halla,“ segir Emmanuel Cau, yfir­maður hluta­bréfa­greininga hjá Barcla­ys.

Í kjölfar tíðindanna um yfir­vofandi stjórnar­kreppu í Frakk­landi féll evran um 0,8 pró­sent gagn­vart Bandaríkja­dal í gær en hefur styrkst ör­lítið í dag.

Chris Turner, yfir­maður markaðs­greininga hjá ING, segir stærri spurninguna vera hvort stjórn­mála­kreppan í Frakk­landi gæti grafið undan trausti á evrunni í heild eða hvort kreppan verði ein­angruð við Frakk­land.