Launatekjur og önnun hlunnindi Denise Coates, stofnanda og forstjóra veðmálafyrirtækisins Bet365, nærri helminguðust milli ára og námu 150 milljónum punda, eða í kringum 26 milljörðum króna, á síðasta reikningsári. Coates er þó eftir sem áður einn auðugasti stjórnandinn í bresku atvinnulífi.

Launatekjur Coates námu 95 milljónum punda eða um 16,6 milljörðum króna á fjárhagsárinu sem lauk 31. mars 2024, samkvæmt ársreikningi sem birtur var í dag. Til samanburðar námu laun hennar um 221 milljón punda árið áður.

Hún fékk einnig meira en helming af þeim arði sem breska fyrirtækið greiddi út í fyrra, eða yfir 55 milljónir punda af 110 milljóna punda arðgreiðslum félagsins í fyrra.

Coates hefur þénað meira en 2,5 milljarða punda á síðustu 15 árum fyrir störf sín hjá veðmálafyrirtækinu, að því er segir í umfjöllun Financial Times.

Bet 365 er stærsti vinnuveitandinn á Stoke-on-Trent svæðinu í Staffordshire í Englandi. Fyrirtækið er meirihlutaeigandi Stoke City knattspyrnufélagsins.