Launa­vísi­talan hækkaði að­eins um 0,2% í maí mánuði en á síðustu mánuðum hefur dregið veru­lega úr árs­hækkun launa­vísi­tölunnar.

Launa­vísi­talan stendur nú í 6,7% en í maí í fyrra stóð hún í 9,6% og fór hæst í 10,9% í septem­ber síðast­liðnum þegar mestu launa­hækkanir vegna síðustu kjara­samnings­lotu voru komnar inn í vísi­töluna.

Sam­kvæmt Hag­s­já Lands­bankans er lík­legt að laun hækki mun minna nú en í fyrra þar sem samið var á mun hóf­stilltari hátt í yfir­standandi lotu en í þeirri síðustu.

Launa­vísi­talan hækkaði að­eins um 0,2% í maí mánuði en á síðustu mánuðum hefur dregið veru­lega úr árs­hækkun launa­vísi­tölunnar.

Launa­vísi­talan stendur nú í 6,7% en í maí í fyrra stóð hún í 9,6% og fór hæst í 10,9% í septem­ber síðast­liðnum þegar mestu launa­hækkanir vegna síðustu kjara­samnings­lotu voru komnar inn í vísi­töluna.

Sam­kvæmt Hag­s­já Lands­bankans er lík­legt að laun hækki mun minna nú en í fyrra þar sem samið var á mun hóf­stilltari hátt í yfir­standandi lotu en í þeirri síðustu.

„Þó má á­fram gera ráð fyrir hækkunum næstu mánuði eftir því sem á­hrif kjara­samninga verða ljós. Einnig má leiða líkur að því að launa­skrið verði tals­vert minna en á síðustu misserum enda hefur hægt veru­lega á vexti hag­kerfisins undan­farið og á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs dróst lands­fram­leiðsla saman um 4%“ segir í Hag­s­já bankans.

Greiningar­deild Lands­bankans bendir þó á að launa­vísi­talan segi bara hálfa söguna því þrátt fyrir ríf­legar launa­hækkanir á síðustu árum hefur verð­bólga étið upp kaup­mátt lands­manna.

„Þróun kaup­máttar launa segir til um launa­þróun að teknu til­liti til verð­bólgu og segir mun meira um þróun lífs­kjara en launa­þróun ein og sér. Um mitt ár 2022 lauk 12 ára skeiði stöðugrar kaup­máttar­aukningar. Þá tók kaup­máttur launa að dragast saman vegna ört vaxandi verð­bólgu – flesta síðustu mánuði hefur kaup­máttur launa nú aukist lítil­lega aftur sam­fara hjaðnandi verð­bólgu. Hann dróst reyndar saman um 0,4% á milli mánaða í maí og hefur að­eins hækkað um 0,5% á síðustu tólf mánuðum,“ segir í Hag­s­já bankans.

Lands­bankinn bendir einnig á að sí­hækkandi vaxta­gjöld hafi dregið úr ráð­stöfunar­tekjum heimila. Á sama tíma hafa vaxta­tekjur heimila aukist og ný­lega tóku vaxta­tekjur heimilanna fram úr vaxta­gjöldum sem hlut­fall af ráð­stöfunar­tekjum heimila.

Hag­stofan á­ætlar að alls hafi vaxta­tekjur heimila aukist um 36,1% á tíma­bilinu frá fyrsta árs­fjórðungi síðasta árs til fyrsta fjórðungs þessa árs og að á sama tíma hafi vaxta­gjöld aukist um 22,8%.