Ný lög í New York fylki í Bandaríkjunum kveða á um að vinnuveitendur í New York borg þurfi að gefa upp laun í öllum atvinnuauglýsingum.

Það á við um öll störf þó þau verði einungis unnin að hluta til í borginni, hvort sem starfsfólk verði í fjarvinnu eða mæti á tiltekna vinnustöð.

Búist er við því að nýja löggjöfin muni hafa áhrif út fyrir borgarmörkin og auka þannig launagagnsæi um allt landið. Til að mynda geti starfsfólk í öðrum ríkjum Bandaríkjanna nýtt upplýsingar um laun fyrir sambærileg störf í New York borg.