Danska bíla­salan Formula Group, sem er sölu­aðili Ferrari og Maserati í Dan­mörku, seldi bif­reiðar fyrir 2,2 milljarða danskra króna í fyrra sam­kvæmt árs­reikningi fé­lagsins en Børsengreinir frá.

Fé­lagið er í meiri­hluta­eigu danska öku­þórsins Johnny Laur­sen en hann efnaðist tölu­vert á fyrir­tækjunum Bil­ba­sen og Benja­min Media eftir að keppnis­ferlinum lauk.

Danska bíla­salan Formula Group, sem er sölu­aðili Ferrari og Maserati í Dan­mörku, seldi bif­reiðar fyrir 2,2 milljarða danskra króna í fyrra sam­kvæmt árs­reikningi fé­lagsins en Børsengreinir frá.

Fé­lagið er í meiri­hluta­eigu danska öku­þórsins Johnny Laur­sen en hann efnaðist tölu­vert á fyrir­tækjunum Bil­ba­sen og Benja­min Media eftir að keppnis­ferlinum lauk.

Þrátt fyrir um 2% aukningu í sölu­tekjum milli ára dróst hagnaður Formula Group saman en fé­lagið hagnaðist um 22,4 milljónir danskra króna sem sam­svarar um 447 milljónum ís­lenskra króna á gengi dagsins.

Mun það vera tölu­verð lækkun frá árinu 2022 þegar fé­lagið hagnaðist um 62,2 milljónir danskra króna.

Í skýrslu stjórnar segir að af­koman sé undir væntingum en þó á­sættan­leg miðað við markaðs­að­stæður.