Einar Örn Ólafs­son, for­stjóri Play, sagði á fjár­festa­kynningu í dag að flug­fé­lagið væri í betri stöðu fyrir komandi vetur en síðasta vetur.

„Eins og menn vita var enginn skaði síðasta vetur,“ sagði Einar. „Lausa­fjár­staðan er betri en síðasta vetur og við lifðum hann af,“ bætti hann við.

Hann sagði upp­gjör flug­fé­lagsins á þriðja árs­fjórðungi hafa verið von­brigði og í raun árið í heild en af þeim sökum væri flug­fé­lagið að ráðast í breytingar.

Einar fór yfir fyrir­hugaðar breytingar á við­skipta­líkani fé­lagsins en megin­breytingin felur í sér að á­fanga­stöðum í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu verður fækkað frá og með miðju næsta ári. Á hinn bóginn verði á­ætlun fé­lagsins til Suður-Evrópu efld.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði