Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play, sagði á fjárfestakynningu í dag að flugfélagið væri í betri stöðu fyrir komandi vetur en síðasta vetur.
„Eins og menn vita var enginn skaði síðasta vetur,“ sagði Einar. „Lausafjárstaðan er betri en síðasta vetur og við lifðum hann af,“ bætti hann við.
Hann sagði uppgjör flugfélagsins á þriðja ársfjórðungi hafa verið vonbrigði og í raun árið í heild en af þeim sökum væri flugfélagið að ráðast í breytingar.
Einar fór yfir fyrirhugaðar breytingar á viðskiptalíkani félagsins en meginbreytingin felur í sér að áfangastöðum í Norður-Ameríku og Norður-Evrópu verður fækkað frá og með miðju næsta ári. Á hinn bóginn verði áætlun félagsins til Suður-Evrópu efld.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði