188 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Strætó á fyrri hluta ársins 2024 en til samanburðar nam tap 142 milljónum króna á sama tímabili í fyrra.
188 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Strætó á fyrri hluta ársins 2024 en til samanburðar nam tap 142 milljónum króna á sama tímabili í fyrra.
Farþegatekjur námu 1.046 milljónum króna og jukust um 9% milli ára. Rekstrargjöld námu 5.458 milljónum og jukust um rúmlega 4%.
Afkoma var yfir því sem áætlun gerði ráð fyrir, sem nam 286,6 milljónum. Helstu frávik skýrast einkum af rekstrargjöldum sem voru 220 milljónum undir áætlun sem má, að því er kemur fram í skýrslu stjórnar í árshlutauppgjöri, aðallega rekja til aðhalds í rekstri sem og að kjarasamningar eru lausir. Vænta má að launakostnaður hækki þegar samningar liggja fyrir.
Rekstrartekjur námu 5.836 milljónum og jukust um rúmlega hálfan milljarð milli ára. Meginþorri tekna, eða 3.187 milljónir, eru rekstrarframlög frá eigendum, en auk þess lagði ríkið til 453 milljónir.
Heildareignir samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní sl. námu 3.028 milljónum og heildarskuldir ásamt skuldbindingum voru 3.204 milljónir. Eigið fé var neikvætt um 176 milljónir. Handbært fé var 321 milljón og hafði dregist saman um 49 milljónir.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.