Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, ætlar að leggja fram frumvarp um kynjakvóta í æðstu stöðum stjórnmálanna og í stjórnum fyrirtækja.
Ef frumvarpið nær fram að ganga þurfa að minnsta kosti 40% ráðherra að vera konur og 40% að vera karlar. Það sama á við um stjórnir skráðra félaga. Stjórnmálaflokkar þurfa þá að tefla jafnmörgum konum og körlum á framboðslistum sínum.
Í núverandi ríkisstjórn Sánchez, sem er leiðtogi spænskra sósíalista, eru einungis 9 af 23 ráðherrum karlar, eða 39%. Því þyrftu kynjahlutföllin í ríkisstjórn hans að breytast ef frumvarpið nær fram að ganga.