Lilja Al­freðs­dóttir, menningar- og við­skipta­ráð­herra, leggur til að gildis­tími á­kvæða um stuðning við og við einka­rekna frétta- og dag­skrár­miðla verði fram­lengdur til ársins 2028.

Sam­kvæmt frum­varps­drögum í sam­ráðs­gátt er gert ráð fyrir að ár­legur kostnaður frá 1. janúar 2025 verði í kringum 500 milljónir en fjár­hæðin miðast við fjár­lög hvers árs.

„Al­mennt hefur verið sátt meðal fjöl­miðla um styrkja­um­hverfið hér á landi. Hafa út­gef­endur nefnt þess dæmi að rekstrar­stuðningurinn sé grund­völlur þess að hægt sé að halda rekstri fjöl­miðla gangandi, því að kostnaður tengdur t.d. prentun og dreifingu hafi aukist mjög á undan­förnum árum. Styrkirnir hafa einnig reynst stað­bundnum miðlum sér­stak­lega vel og verið mikil­vægur liður í því að við­halda rekstri þeirra,“ segir í frum­varps­drögum.

Í frum­varps­drögum segir jafn­framt að ljóst er að stuðningur til einka­rekinna fjöl­miðla er veiga­mikill þáttur í rekstri fjöl­miðla, einkum minni fjöl­miðla á lands­byggðinni.

Þar segir ennfremur að mark­miðið sé að styðja með fyrir­sjáan­legum hætti við einka­rekna fjöl­miðla, en fjöl­miðlar eru horn­steinn lýð­ræðis og með stuðningnum er þeim gert betur kleift að sinna hlut­verki sínu.

„Starf­semi einka­rekinna fjöl­miðla er ein megin­for­senda þess að al­menningur hafi að­gang að fjöl­breyttum fréttum og á­reiðan­legum upp­lýsingum. Margt bendir til þess að brott­fall styrkja­kerfis gæti haft veru­leg og nei­kvæð á­hrif á rekstrar­um­hverfi fjöl­miðla, leitt til frekari sam­dráttar og fækkunar fjöl­miðla á markaði og þar með haft skað­leg á­hrif á sam­keppni og fjöl­breytni á ís­lenskum fjöl­miðla­markaði.“