Lego-erfinginn Sofie Kirk Kristiansen hefur í ár keypt um 756 hektara af landsvæði – sem er sambærileg stærð og Grafarvogur - í nálægð við Klelund Dyrehave, dýragarð hennar sem leggur áherslu á líffræðilegan fjölbreytileika, í bænum Hovborg skammt frá Billund í Danmörku.

Í heildina hljóða jarðakaup Sofie, sem fara í gegnum félagið Klelund ApS, upp á 221 milljón danskra króna, eða um 4,4 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt viðskiptamiðilsins Børsen.

Lego-erfinginn Sofie Kirk Kristiansen hefur í ár keypt um 756 hektara af landsvæði – sem er sambærileg stærð og Grafarvogur - í nálægð við Klelund Dyrehave, dýragarð hennar sem leggur áherslu á líffræðilegan fjölbreytileika, í bænum Hovborg skammt frá Billund í Danmörku.

Í heildina hljóða jarðakaup Sofie, sem fara í gegnum félagið Klelund ApS, upp á 221 milljón danskra króna, eða um 4,4 milljarða íslenskra króna, að því er segir í frétt viðskiptamiðilsins Børsen.

Mikill náttúruverndarsinni

Framkvæmdastjóri Klelund, Michael Rasmussen, staðfestir að félagið hafi keypt jarðir og landbúnaðarsvæði í nálægð við dýragarðinn sem hafa staðið til boða. „Markmiðið er að skila umræddum svæðum aftur til náttúrunnar,“ segir hann í skriflegu svari.

Klelund ApS á nú landsvæði sem þekur yfir 2.750 hektara en þar af tilheyra um 1.415 hektarar dýragarðinum.

Sofie seldi í fyrra hlut sinn í Kirkbi, fjárfestingarfélagi dönsku Lego-fjölskyldunnar, fyrir 6,3 milljarða danskra króna, eða um 125 milljarða íslenskra króna. Kirkbi var einn stærsti hluthafi Kerecis áður en íslenska lækningavörufyrirtækið var selt fyrir 180 milljarða króna í fyrra.

Kirkbi gaf það út að salan væri hluti af áformum Sofie, sem sinnt störfum í þágu landverndar og uppbyggingu vistkerfa, um að tileinka stærri hluta af auðæfum sínum til verkefna sem styðja við náttúruvernd.

Sofie keypti Klelund Dyrahave árið 2010 þegar jörðin var nýtt undir skógræktarsvæði fyrir jólatré. Hún lagði niður þessa starfsemi og lagði áherslu á að byggja upp skilyrði fyrir heilbrigð vistkerfi til að þróast á svæðinu. Almenningi er nú boðið að labba um svæðið þar sem m.a. má sjá dádýr, villisvín, haferni og úlfa.

Sofie hefur einnig tekið þátt í náttúruverndarverkefnum í Skotlandi og Ekvador.