Lego ætlar að fjölga starfsfólki á næstu misserum. Niels B. Christiansen, forstjóri Lego, segir að félagið vilji ráða 500 sérfræðinga í Danmörku, Bretlandi og Kína.
Þar að auki ætli félagið að ráða sex þúsund starfsmenn á næstu árum í verksmiðjur sínar í Bandaríkjunum og Víetnam. Að lokum ætlar félagið að ráða inn sérfræðinga með það í huga að gera leikfangaframleiðslu félagsins sjálfbærari.
Ráðningaræði Lego er einsdæmi í leikfangageiranum, en starfsmannafjöldi félagsins hefur tvöfaldast á síðustu tíu árum.